Gleðilegt árið :)

Váts … Á ekki til orð yfir andleysinu í sumum (mér) … ekkert blogg síðan í fyrra :/ Dúdda mía !

Jæja .. það hefur nú heilmargt gerst síðan síðasti letipóstur lak á netið …

  • Bréfið langþráða kom frá London og við sendum vegabréfin okkar af stað yfir Atlantshafið um miðjan des 🙂
  • Jólin komu og Rósa og Adam kíktu í heimsókn 🙂
  • Áramótin komu líka og við sáum nokkra flugelda í fjarska og horfðum á Íslenska skaupið svona upp á móralinn 🙂
  • Frúin fékk sér vinnu á spító … en fékk sér svo bara skemmtilegri vinnu í heimahjúkrun á meðan beðið var eftir vegabréfunum frá London 🙂
  • Vegabréfin komu frá London 10. jan … en næstum því 11 !!

Þannig var að frúin fór í sturtu um miðjan dag þann 10. Janúar … (jamm heimavinnandi fólk fer bara í sturtu þegar því sýnist 😉 … þegar þeirri sturtuferð lauk og ég gekk voðalega rólega fram í eldhús til að flikka á katlinum fyrir kaffið sem til stóð að svolgra í sig yfir Dr. Phil svona áður en ég myndi sækja blessuð börnin úr skólanum (jú, jú … ekkert að því þegar maður er bara að bíða eftir bréfum alla daga !!) … þá sá ég að pósturinn hafði komið með tilkynningu um böggul !!! Ég var svaðalega fljót að setja saman vísbendingarnar … 14 hæð …  hann hlýtur að byrja efst og vinna sig niður blokkina, aðeins yfir kjörþyngd kallinn, tími í sturtu kannski 20 mín … Ég hugsaði sem svo að þó póstkallinn hefði komið um leið og ég fór í sturtu þá gæti hann mögulega enn verið í nágrenninu … með DAS BRÉFOS !!!  Ég reif túrban úr hárinu, sleppti því að klippa táneglurnar, fara í sokka og peysu … heldur rauk út í óreimuðum skóm, buxum, bol og úlpu !!! Ég fór úr lyftunni á 1 hæðinni og var ógisslega svekkt að sjá ekki póstbílinn þar 😦 En … þó hann leggi bílnum nú yfirleitt við aðalinnganginn þá gæti hann hafa fundið stæði á öðrum stað þennan daginn … þannig að ég hljóp bara um eins og reitt hæna (greiddi s.s. ekki hárið, var ekki með húfu og það var svona pínu frost … var örugglega voða smart ;)) … og leitaði að póstkallinum í kringum blokkina !!! Og jú … ég fann bílinn við bakdyrnar eftir að hafa farið löngu leiðina þangað 🙂 Og svo stóð ég bara og sniglaðist við póstbílinn í næstum því klukkutíma !!! Var alveg að fara að falla á tíma (Nikulás að verða búinn í skólanu) þegar kallinn loksins silaðist út úr húsinu og beint í flasið á mér … honum dauðbrá greyinu :/ Ég plísaði hann alveg í bak og fyrir og bað hann vinsamlegast um að láta mig fá bréfið í dag, frekar en að ég þyrfti að sækja það á pósthúsið næsta dag … og auðvitað gerði hann það 🙂 Jibbý 🙂 Þvílíka hamingjan 🙂 Ég hljóp upp í skóla að sækja krakkana og hringdi í Kosta á leiðinni og tók JIBBÝ hamingjuöskur í stíl við hárið og frosnu tærnar og kinnarnar 🙂 Ég var líka með Brynju sys sem var á Tenerife í beinni á sms-i svo fréttirnar voru fljótar að skila sér til familíunnar sem var öll að sóla sig í útlöndum eftir jólin 🙂 Póstkallinn var líka nokkuð ánægður með sig … ég sagði honum náttúrulega að hann hefði nú bara „made my year“ svo núna þekkir hann mig alltaf 😉 Mætti honum á ganginum á 1 hæðinni um daginn og hann var alveg … hey ert þú ekki (þessi skrýtna) á 14 hæðinni 😉 Gaman að því 🙂

  • Við fórum niður að landamærum þann 12. Janúar og fengum permanent leyfið 🙂 Erum loksins loksins orðin „landed immigrants“ hér í útlandinu og eru núna allir vegir færir 🙂
  • Ég byrjaði að vinna aftur eftir nærri 3 ára „fæðingarorlof“ þann 6. Febrúar  😉

Ég var pínu tíma að landa þessari frábæru vinnu sem ég er í … fór í eitt viðtal en þurfti svo á námskeið sem var ekki fyrr en í byrjun Febrúar og svo að bíða eftir gögnum frá Íslandi … þetta skilaði sér allt rólega en örugglega og ég byrjaði að vinna í heimahjúkrun þann 6. Febrúar hjá svona Nursing Agencie sem lánar hjúkkur m.a. í heimahjúkrun hér í Winnipeg 🙂 Það frábæra við þessa vinnu er að ég segi þeim bara hvenær ég get unnið og fæ bara vaktir þá daga og það er engin kvöð að vinna þegar ég kemst ekki !! Sem er alveg frábært núna til að byrja með 🙂 Ég vinn núna bara þegar krakkarnir eru í skólanum … frá 9-14.30 🙂 Ljúfa lífið 🙂

Ég var alveg pínu stress að byrja að vinna aftur og vera svona ein … hitti sko engan nema sjúklingana allan daginn … sem er bæði það besta og það versta við þessa vinnu 😉 En það hefur bara gengið vel og bara ein gömul kona búin að öskra á mig !!! Ekki af því að ég væri nærri búin að gera eitthvað lífshættulegt af mér … Nei … ég gat ekki með nokkru móti opnað lásinn af læsta lyfjaskápnum hennar :/ Sjæse sko … þetta var svo pínlegt 😦 Hún var með svona talnalás með hring sem þarf að snúa !!! Hef bara séð svona í bíó og hafði ekki Guðmund um hvernig ætti að opna þennan fjanda 😦 Endaði á því að beita ofurstresskröftunum og opna helvískt boxið með handafli og veiða lyfin útum lítið gat … kellann var alveg að missa sig yfir hvað ég væri heimsk !! Jæja … ég slapp þarna út … kellann fékk lyfin og ég fór heim og youtube-aði hvernig á að fara að þessu 😉 Kann þetta næst 😉 Vona samt að ég þurfi aldrei að fara til kellu aftur … held hún myndi hvort eð er ekki hleypa mér inn 😉

  • Kosta fór til Grikklands fyrir rúmri viku … og verður alveg fram undir lok Mars :/

Tengdó tók upp á því að veikjast í Desember 😦 Var ægilega veik þarna á tímabili en hefur náð sér vel aftur 🙂 Kosta ákvað samt að kíkja á gömlu hjúin og hjálpa þeim aðeins með hitt og þetta svona fyrir vorið 🙂 Hann hefur það gott á hótel mömmu þessa dagana … töluðum við hann á Skype í morgun … þau mæðginin voru að elda kolkrabba … Oj :/

Þannig að þessa dagana er ég að grasekkjast hér í Kanó !! Það gengur nú bara vel hjá okkur 🙂 Við förum í dansinn með Nikulás 3 daga í viku og sundnámskeið á fimmtudögum 🙂 Við förum öll saman út á morgnanna og skutlum Írisi fyrst í leikskólann, svo renni ég með Nikulás í skólann og skelli svo inn fyrsta heimilisfanginu hjá einhverjum heimahjúkrunarsjúklingi í GPS tækið og ýti á GO 🙂 Bruna svo um bæinn ásamt GPS-inu (fyndi sko ekkert hús án þess) og dreifi umhyggju og nærveru innan borgarmarkanna til hálf 3 🙂 Þá bruna ég heim á leið, sæki Nikulás og svo Írisina og svo trillum við okkur heim í kot 🙂 Fínasta fínt bara 🙂

Sendi hér með hamingjuáramótakveðjur á línuna 🙂

Mússí múss frá Kanó 🙂

 

 

 

 

Letihaugur :/

Vó hvað ég er að farast úr leti hérna megin !!! Sorry 😉 Ég er bara búin að venjast þessu heimavinnandi húsmóðir hlutverki svo ægilega vel að ég fell eins og flís við rass í aðgerðarleysinu … ekki viss um að þetta meiki sens samt !!

Lífið er ansi ljúft hér í útlandinu á aðventunni 🙂 Frúin ekki búin að gera neitt fyrir jólin nema skutla upp jólatrénu … en það var gert 15. nóvember vegna félagslegs hópþrýstings (Nikulás).  Eftir póstævintýri síðasta árs þar sem ég borgaði nýra og hálft lunga fyrir pakka með flugpósti til Íslands í byrjun nóvember sem skilaði sér svo ekki fyrr en í lok febrúar með sjópósti … Þá hef ég bara ákveðið að hafa kveðjurnar rafrænar í ár 🙂 Svo plís pípól … ekki fara að styrkja póstþjónustuna með sælgætissendingum og harðfisk … nóg af nammi í útlandinu og við verðum rekin úr húsinu ef við opnum annan harðfiskpoka innandyra á árinu 😉

Allt fínt að frétta af öllum 🙂 Erum enn að bíða eftir einhverju 😉 Búin að ná hjúkkuprófinu og fara í læknisskoðun … en það tekur víst einhverjar vikur að fá útúr þessari læknisskoðun svo vonandi fljótlega eftir áramót þá verðum við komin með permanent leyfið og ég get farið að hjúkkast fyrir undangengna letimánuði og fá einhver laun og svona … það verður gaman 🙂 Krakkarnir ánægðir í skóla og leikskóla… Kosta að meðaltali ánægður í vinnunni sem hann ætlar að hætta í um leið og ég fer að vinna … og ég svona líka helvíti ánægð með lífið og tilveruna enda bara á djamminu allar helgar og hangandi í mollum og yfir kaffibollum í góðum félagsskap á virkum dögum … eða bara hangandi yfir þvotti, uppvaski og dr. Phil sem er ekki síður skemmtilegt 🙂

Haustið verið frábært … slegin  hér hitamet dag eftir dag og veðrið svo mikið hlýrra en var í fyrra – Bbbbrrrrrr – skítakuldi þá :/ Kuldaboli er samt í kortunum og þetta fer að síga niður á við næstu daga og vikur :/ En … það er þó alltaf sama fallega gluggaveðrið – sól og blíða 🙂

Jæja … dr. Phil að byrja … tengdamömmur á dagskrá … spennó 😉

 

Volunteer vs. sjálfboðaliði !!

Í dag braut ég odd af oflæti mínu og gerðist sjálfboðaliði, í smá stund, í skólanum hjá Nikulási ! Ég er svona búin að þráast við þetta síðasta árið og ekkert verið neitt rosalega æst í að sjálfboðaliðast því mér þykir þessi sjálfboðaliðamenning bara skrýtin hér !! Við erum svo góðu vön á Íslandi 🙂 Þar ráðum við fólk í vinnu við að líta eftir börnunum í skólanum t.d. á matmálstímum … hér er það ekkert endilega svoleiðis :/ Í skólanum hans Nikulásar er reyndar launaður starfskraftur sem lítur eftir börnunum í matartímanum, en ég held að það sé bara svoleiðis af því að skólastjórinn er af íslenskum ættum 😉 Í öðrum skólum þurfa foreldrar að skipta með sér hádegishléunum og sjálfboðaliðast og sitja yfir börnunum í hádeginu á meðan kennararnir næra sig. Á Íslandi erum við líka með kennara og annað fólk á launum við að kenna börnunum að lesa … jú, hér eru að sjálfsögðu kennarar en sjálfboðaliðar koma í skólann og hlusta á börnin sem eru að læra að lesa og stjórna leshópum í bekkjunum !! Það eru líka sjálfboðaliðar sem klippa kartonpappír fyrir föndurverkefni og svo eins og í dag … þá eru það sjálfboðaliðar sem hjálpa til í hádeginu þegar það er „hot lunch“ dagur (2x á önn er hægt að panta aðkeyptan mat).

Ég ákvað að skrá mig núna því Sif skvísa, sem er búin að búa hér í 10 ár og kann orðið á allt saman,  er búin að leiða mig í allan sannleikann um þessa sjálfboðaliðavinnu í skólunum hér :/ Ef maður ætlar að komast með tærnar inn í einhver afmæli eða að fá heimboð til að leika eða eiga séns á að guttinn eigi vini í skólanum … þá þarf mamman að sjálfboðaliðast og sýna að hún sé svona nokkuð almennileg manneskja !! Ég ákvað því að reyna að sýna meiri lit þetta skólaárið og mætti því í skólann klukkan 11.15 í morgun ásamt elítunni af mömmunum hér í hverfinu 🙂 Ég þurfti að skrá mig inn á skrifstofunni og fá heimsóknarpassa og stóð svo eins og kleina og fylgdist með amerísku mömmunum í leggings og renndum úlpuvestum stinga saman nefjum og útbýtta pappírum um hvaða barn átti að fá hvað að borða ! Það var líka ein amerísk amma þarna, í köflóttri amerískri skyrtu og teygjubuxum, bogin í baki með staf og allt. Hún var greinilega gömul í hettunni því allir, nema ég, virtust þekkja kellu og spurðu hana um heilsufarið og sumarið !! Ég komst svo loks með nefið ofan í eitthvað blað og sá að ég átti að vera með Mrs. C. M. í stofu … og auðvitað var það gamla frúin !! Ég verandi ókurteis íslendingur gleymdi mér og spurði hvort hún væri frú fyrsta nafn og seinna nafn … hún varð smá pirr og sagðist jú, vera fröken bara seinna nafnið … oh gleymi þessu alltaf … bannað að nota fyrsta nafnið á fólki hér nema biðja um leyfi 😦 Hún skipaði mér að þvo mér um hendurnar og fara í hanska og koma svo … vó … byrjaði vel ! Jæja, ég gerði bara eins og mér var sagt og arkaði svo með kellu … mjög hægt … inn í stofu þar sem greyin biðu sársvöng eftir okkur. Kella tók að sér að lesa upp nöfnin – rosalega hægt – og treysti mér ekki fyrir neinu svo hún var alltaf að tékka hvort ég hefði nú sett tómatsósu með hamborgurunum og að krakkarnir fengju nú allt rétt í hendurnar frá mér …  rosa pressa 😉

Svo var hún svona ferlega frek eitthvað fannst mér … sagði bara ekki neitt í lengri tíma því einhverjum varð á að opna munninn … kommon 7 ára svöng börn bara eiga erfitt með að segja ekki múkk :/ Og hún var með allskonar fáránlegar reglur og yfirlýsingar um að engin fengi neitt ef það væri ekki alveg hljóð og svaraði bara „var ég að tala við þig“ þegar einhver spurði hana hvort hann fengi matinn sinn !!  Alger óþarfi sko … við áttum ekki að kenna neitt eða ala upp þessi börn … bara að rétta matinn … Halló !! En jæja … þetta hafðist allt saman og ég lét mig bara hverfa eftir að hafa skráð mig út á skrifstofunni um 12 leitið !!

Sjálfboðaliðamenningin hér í Ameríkunni er annars svo ólík því sem við eigum að venjast á Íslandi og bara í Evrópu að ég á í alvöru varla til orð yfir vitleysunni !!

Ekki misskilja samt … ég dáist að alvöru sjálfboðaliðum 🙂 Mér þykir aðdáunarvert að fólk skuli leggja tíma sinn og jafnvel líf og limi að veði til að bæta samfélagið og hjálpa til þegar á reynir sbr. björgunarsveitirnar allar á Íslandi og sandpokasjálfboðaliðarnir hér sem flykkjast í raðir á vorin og raða sandpokum í kringum hús nágrannana svo þau fljóti ekki í burtu í vorleysingunum.  Á Íslandi eru sjálfboðaliðar (e. volunteers) töffarar sem vinna hjá skilningsríkum vinnuveitendum sem gefa frí í tíma og ótíma svo sjálfboðaliðarnir geti hlaupið upp á fjöll eða yfir úfin hruan til að bjarga rjúpnaskyttum úr snjóhúsum og útlendingum í strigaskóm á bensínlausum bílum af hálendinu … áður en þeir mæta svo aftur í vinnuna eins og ekkert sé eftir hádegið 🙂 Algerar hetjur 🙂

Hér er hugtakið sjálfboðaliði notað yfir svo miklu meira :/ Ég fæ alveg illt í pirringstaugarnar þegar ég heyri orðið volunteer hér og það er sko oft á dag :/ Þetta er uppáhaldsorð allra í ameríkunni :/ Hafiði ekki séð allar litlu stelpurnar sem koma t.d. í Ellen þáttinn og fá gefins bíl því þær eru svo miklir sjálfboðaliðar að þær eru búnar að fórna öllu fyrir aumingjans fólkið sem þarf hjálp … þær ferðast á milli í strætó eða á hjóli til að láta gott af sér leiða og sjálfboðaliðast hjá fólki um allan bæ.  Þessi sjálfboðaliðastörf taka allan þeirra tíma svo þær hættu bara í skólanum og hafa að sjálfsögðu engan tíma til að vinna því það er svo mikið sem þarf að sjálfboðaliðast !! Þessar elskur fella tár yfir því hvað þær eru fórnfúsar og duglegar, og þakka almættinu fyrir að hafa blessað þær með svona góðu hjarta … en samt er smá erfitt að vera þær sko :/

Sorrý fyrir að vera svona neikvæð en mér finnst þetta ekkert sniðugt 😦 Það er gífurleg pressa á fólki hér að vera sjálfboðaliðar og þessar litlu meðvirku stelpur taka þetta auðvitað með trompi 😉 Það þykir voðalega flott að vera sjálfboðaliði, fólk elskar þessar týpur 🙂 Sjálfboðaliðar fá þannig lof frá samfélaginu og svo lítur þetta rosalega vel út á starfsferilsskránni. Hér getur fólki meira að segja verið neitað um vinnu ef það hefur ekki „unnið“ sem sjálfboðaliði í lengri tíma !! Fáránlegt :/

Ég er náttúrulega bara að líta svona „evrópskt“ á þetta … en mér finnst ég fyrst þurfa að fá vinnu sjálf og geta séð mér og mínum farboða áður en ég fer að vinna ókeypis fyrir einhverja aðra !! Og aftur, ég er ekki að tala um eitthvað smotterí eins og heimsóknavini rauða krossins heima á Fróni eða að taka þátt í foreldrafélaginu í leikskólanum eða eins og í dag að skenkja hamborgurum í hálftíma í skólanum hans Nikulásar. Hér þykir það bara sjálfsagt að vinna í marga mánuði hjá einkafyrirtæki í þeirri von að fá ráðningu einhverntíman í framtíðinni ! Á Íslandi myndum við kalla þetta glæp, en hér kallast þetta volunteer. Ég hef líka heyrt af konu sem er búin að vinna í 16 ár á lögreglustöð í hverfinu sínu einhverja 3 morgna í viku við að svara í símann !! Aftur … á Íslandi væri þetta glæpur, hér er þetta aðdáunarvert volunteerstarf !!! „Vá, hvað hún er dugleg segir fólk … en ég hugsa með mér „Vá, hvað hún er vitlaus“ !! Hér eru líka 70% slökkvuliðsmanna sjálfboðaliðar – no kidding sko !! Og ég er spennt að sjá hvernig ástandið er á sjúkrahúsunum því fyrir utan spítalann hér í hverfinu er risa bílastæði bara fyrir sjálfboðaliða !! Ég trúi því ekki en hef það eftir áreiðanlegum heimildum Tatijönu hinni þýsku frá Kazakstan að sjálfboðaliðar gangi í öll störf ófaglærðra á deildum og aðstoði við umönnun sjúklinga við hlið sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga … alveg ókeypis :/ Kommon pípol :/

Hugmyndin um innlegg sjálfboðaliða í samfélagið í skólunum og hjá stofnunum er rómantísk og falleg 🙂 Ekki hjá einkafyrirtækjum samt … það er bara glæpsamlegt og ekkert fallegt við það að draga fólk á asnaeyrunum í marga mánuði í von um vinnu 😦 Þetta virkar örugglega ágætlega og samfélagið hér er mögulega bættara fyrir vikið 🙂 Það er náttúrulega frábært að fólk geti hjálpað til í skólunum og á spítölunum og hjá slökkvuliðinu og í löggunni … En … mér finnst samt margt að þessu kerfi :/ Til dæmis er erfitt að leggja línur fyrir sjálboðaliða … maður skammar ekki gamlar konur sem eru svo góðar af guði gerðar að þær komi í skólana til að ala upp börnin manns. Henni finnst hún vera að gera rétt, hún talar svona við börn og henni finnst hún æði að vera svona góð og fórnfús að koma í skólann til að hjálpa, svo það væri bara dónalegt af mér að benda henni á að vera ekki svona mikil gribba við börnin :/

Æ, ég er kannski úber viðkvæm fyrir þessari skipunaruppeldisaðferð þessa dagana því Nikulás var alveg í rusli hér um daginn yfir því að ég gaf honum svo mikinn mat í nesti !!! Hann mátti víst ekki fara út að leika sér fyrr en hann væri búinn með allan matinn í nestistöskunni !!! Þoli þetta ekki … vill ekki að einhver sjálfboðaliði sé að neyða strákinn til að borða meira en hann vill – þetta er löngu útrunninn uppeldisaðferð og ég hef aldrei pínt hann til að klára matinn af disknum og kæri mig ekki um að einhver gribba sé að fara svona með hann :/ Ég gef skólanum einn séns … ef þetta gerist aftur mæti ég með útprentaðar fræðigreinar með mér í möppu á skrifstofu skólastjórans og heimta fagleg vinnubrögð !!

Ég veit ekki hvað það er … kannski bara nálægðin á Íslandi við hið skandinavíska velferðarkerfi, sem hefur sýkt mig af ríkishugsuninni … mér finnst bara að ríkið eigi að sinna lágmarksþjónustu fyrir þegna sína og að sjálfsögðu að borga starfsfólki fyrir að sinna þessum störfum (hæ Gústa Mosdal). Fólk borgar sína skatta og hér í Kanada líkt og á Íslandi er ókeypis heilbrigðisþjónusta. Að öllum líkindum er mun hagstæðara að reka sjúkrahús hér en á Fróni … allavega er heilmikill sparnaður í launakostnaði þegar sjálfboðaliðar sinna störfum sem ættu heima á launaskrá. Ég get ekki ýmindað mér annað en að faglegt starf hljóti að vera framar þar sem allir sem koma t.d. að umönnun sjúklinga (og nemenda í skólum) séu búnir að læra allavega eitthvað pínulítið um umönnun. Líklegast fara þessi sjálfboðaliðar á eitthvað námskeið, en hver er hvatinn til að læra og leggja sig fram ?? Einhverjir ætla kannski að leggja þetta fyrir sig og læra meira, en aðrir eru kannski bara að safna klukkutímum til að fá einingar í skólanum eða lof frá samfélaginu, svo það þarf ekkert endilega að vera að fólk hafi áhuga á að læra það sem þarf. Svo náttúrulega skil ég ekki hvernig hægt er að hafa samvisku í að senda sjálfboðaliða á námskeið t.d. í umönnun sjúklinga (eða framkomu við nemendur) í þeirra frítíma … alveg ókeypis !! Ég er kannski bara orðin svona kapítalísk og gráðug .. en ég myndi ekki nenna að sitja og læra eitthvað í mínum frítíma til þess eins að fara að vinna við það sem ég er að læra, launalaust í framtíðinni og  í mínum frítíma !! Why ??

Og aftur af hvatanum ?? Af hverju er fólk að sjálfboðaliðast svona mikið ?? Er það af því að það langar til að leggja sitt af mörkum og finna gleðina í að gefa af sér og hjálpa 🙂 Eða er það af því að samfélagið krefst þess óbeint og fólk vill upphefja sig með fjölda klukkustunda í sjálfboðaliðaþjónustu yfir okkur hinum aumingjunum sem viljum bara vinna og fá peninga ??? Fólk hér er svo stolt af því að vera sjálfboðaliðar … sem er frábært …  hitti oft t.d.  hér eina frú í lyftunni á morgnanna og hún segir mér alltaf að hún sé að fara að vinna sem sjálfboðaliði í skóla hér í nágrenninu þar sem hún er búin að vera síðustu 4 ár – 3 morgna í viku – alveg ókeypis !! Ég sé alveg rómantísku heildarmyndina hér – kynslóðir kynnast, konan fer úr húsi, etc … en ég sé líka alveg að hún er hundþreytt á þessu og langar kannski bara að kíkja í kaffi til vinkonu eða eitthvað … en hún getur bara ekki hætt því öllum finnst hún svo æðisleg að vera svona góð við börnin !!

Æ ég veit það ekki … nokkur ár í viðbót kannski og ég verð orðin heilaþvegin í sjálboðaliðastörfum hér í ameríkunni og mun prumpa á græðgiskerfið á íslandi !!

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn“ (Sódóma Reykjavík). 😉

Vika frá prófi ;)

… og bara 5-7 vikur eftir í niðurstöðuna !!

Jú, jú … ég held að það hafi bara gengið ágætlega í prófinu eftir allt saman !! Vona það allavega … en svo skrýtið að ég man varla eftir einni einustu spurningu úr prófinu – enda var þetta topp secret próf í innsiglaðri bók sem á stóð „SECRET“ … í alvöru sko !!! Ég var náttúrulega mest stressuð yfir því að sofa yfir mig eða eitthvað álíka hallærislegt … en þökk sé tveimur símaklukkum þá vaknaði ég nú á réttum tíma og fór í strætó með bara þetta litla sem mátti taka með sér … snýtupappír í glærum zip-lock plastpoka, skilríki og hálfan líter (ekki meira) af vatni í glærri flösku með engum límmiða !!

Það voru um 150 manns í prófinu og örugglega 15 prófsvindlverðir sem stóðu fyrst í hurðinni þegar maður kom inn og skoðuðu innihaldið í glæra pokanum … svona eins og í öryggishliðinu á flugvöllum 😉 Svo mátti ekki koma við neitt á borðinu og ekki líta í kringum sig … þykir víst mjög grunsamlegt og að sjálfsögðu ekki vera í hettupeysu eða í peysu með vösum og alls ekki með derhúfu eða neitt slíkt. Allt svoleiðis var geymt í haug við innganginn !! Prófsvindlverðirnir gengu svo á milli borða alla 4 klukkutímana og horfðu yfir axlirnar á manni og skoðuðu snýtupappírinn oftar en einu sinni !! Ef manni varð svo á að líta upp af blaðinu og aðeins horfa í kringum sig mættu manni að minnsta kosti 5 sett af augum til að góma mann ef maður ætlaði nú að svindla og ég veit ekki hvað … líta til himins og fá svörin frá almættinu ?? Ég drösslaðist þetta áfram alla 4 klukkutímana og verð að segja að tíminn var nú frekar knappur þarna í lokin :/ En … þetta hafðist – öllum spurningunum var svarað og nú er bara að spennandi að sjá hvernig þetta allt saman fer !!

Ég er síðan í síðustu viku bara búin að gera allt of lítið !! Verið frekar löt bara og dúllað hér heima, skutlað Kosta í vinnuna og að sjálfsögðu skemmt krílunum 🙂 Það var löng helgi hjá okkur – Kanadíska þakkargjörðarhátíðin var á mánudaginn svo við tókum lífinu bara létt og þökkuðum fyrir að það var hægt að gera við bílinn okkar á föstudaginn … því það var brotist inn í hann á miðvikudaginn fyrir utan vinnuna hjá Kosta 😦 Frekar fúlt :/ Hliðarrúðan var í milljón molum og útum allan bíl og GPS tækið sem var (falið) á milli sætanna er horfið 😦 En … þetta eru bara hlutir 🙂 Ný rúða er komin í kaggann og við splæsum í nýju GPS við tækifæri 🙂

Við fengum sem betur fer pláss á verkstæði hér nálægt … kannski korters labb  í burtu … og ég þurfti eftir skóla hjá krökkunum á föstudaginn að arka með þau í brjáluðu roki og rigningu að sækja bílinn :/ Þetta var alveg svona „how did I get here“ ganga með Írisi grenjandi í kerruni og stóra bróður í fýlu því hann vildi vera heima í rokinu og spila Playstation – þessir 7 ára guttar sko :/ Íris er náttúrulega á sjálfstæðisaldrinum og vildi labba sjálf … en þar sem við vorum við rosalega umferðargötu þá tók mamman það ekki í mál því auk þess að keyra kerruna með annari á móti vindi, rigningu og fjúkandi laufblöðum … þá var ég líka með bílstólinn í hinni :/ Er alveg enn með harðsperrur í báðum bísepsum eftir þessar ófarir :/ En … við komumst heil heim með viðkomu í búðinni þar sem ég fyllti á súkkulaðilagerinn því ég var svo ógisslega dugleg … æ jú nó – góðar þessar afsakanir … og bíllinn rúðaður allan hringinn svo ég ætla ekki að kvarta meira 🙂

 

 

Sunnudagsmorgun …

Posted on

… hér í útlandinu og frúin situr með kaffi og ristað með sultu og tékkar á veröldinni á netinu 🙂 Glampandi sól í Winnipegginni og stefnir í einhverjar 20 gráður í dag 🙂 Það er þó komið haust á dagatalinu og trén sumhver að verða frekar ber :/ Laufin sem enn halda sér á trjánum eru í öllum litum þessa dagana og það er ótrúlega fallegt um að litast hér í haustsólinni 🙂 Ég skal taka myndir eftir miðvikudaginn 😉

Ég er sko BARA búin að vera að læra fyrir þetta hjúkrunarpróf sem er nú alveg að fara að bresta á !!! Miðvikudagurinn 5. okt nálgast óðfluga … verð ferlega fegin þegar þetta verður búið 🙂 Er í týpíska prófstress hugarástandinu þessa dagana – finnst ég stundum vera með þetta allt á hreinu og finnst ég stundum ekki kunna rass í bala :/ Jæja … þetta kemur allt í ljós !!

Kosta alltaf í vinnunni … er þó í fríi í dag aldrei þessu vant 🙂 Ætlum kannski að kíkja í dansskólann hans Nikulásar … opið hús í dag með einhverjum sýningum og látum !! Nikulás er s.s. byrjaður í dansi núna á laugardögum og mánudögum 🙂 Ég skráði hann fyrst bara í jazz og step dans – en honum fannst svo rosalega gaman að ég skráði hann bara í ballet líka 🙂 Litli kúturinn – honum finnst þetta svaka stuð og mér finnst þetta líka ótrúlega skemmtilegt því ég hitti hana Sif stuðskott núna 2x í viku 🙂 Svo er þessi dansskólamenning alveg efni í a.m.k. einn ef ekki tvo pistla í viðbót … segi ykkur frá því síðar 😉

Íris er svo búin að sættast við leikskólann 🙂 Reyndi þarna fyrstu dagana að brjóta niður glugga og veggi þegar ég fór … en vinkar nú bara bless og er ægilega ánægð með sig 🙂 Hún pissar líka og kúkar nú í kopp og er svakalega stór og dugleg orðin 🙂 Hún er samt enn alveg gífurlega ákveðin og brjálæðislega sjálfstæð svo ég þarf t.d. að togast á við hana í hvert skipti þegar þarf að tæma koppinn – hún vill gera það alveg sjálf :/ Oj … 😦

Veit ekkert hvað ég fer nú að gera þegar prófinu lýkur … get ekki farið að hjúkkast alveg strax því ég á enn eftir að fara í immigration læknisskoðunina sem hlýtur að fara að koma :/ Erum alltaf að bíða eftir bréfum hér í útlandinu … erum s.s. að bíða eftir bréfi frá London núna sem segir okkur að við megum fara í þessa læknisskoðun !! Gæti farið sjálf til að geta farið að vinna sem hjúkka … en það væri alveg mæ lökk að ég færi og borgaði 60 þús kall fyrir … en fengi svo bréfið frá London næsta dag og þyrfti þ.a.l. að fara aftur og borga aftur 60 þús kall !!! Kanó sko !! En þetta mjakast 🙂

Jæja … við biðjum nú öll svaka vel að heilsa í bili 🙂 Allir búnir að hrúga sér í sófan hér núna og eru að horfa að Dispicable me … held ég skutli mér bara í hrúguna líka og læri svo bara í kvöld og á morgun og þriðjudag 😉 Þarf svo að lesa yfir leiðbeiningarnar allar aftur áður en ég fer … þarf að vera í spes fötum – ekki hettupeysu eða víðri peysu, má ekki pissa nema með prófdómarann yfir mér, má ekki líta yfir prófsalinn meðan á prófinu stendur (do not gaze around the room), ef mann vantar eitthvað á að rétta upp hönd og horfa niður á borðið þar til einhver kemur. Svo má ekki lyfta prófblaðinu frá borðinu og svo má ekki koma með neitt með sér hvorki vott né þurrt og ekki einu sinni blýant eða strokleður !! Þetta verður spennandi 😉

 

 

 

Gríngírinn !!

Bara aðeins of oft held ég að fólk sé um það bil að fara að segja mér eitthvað ógisslega fyndið þegar það opnar munninn 🙂 Ég er því kannski aðeins of oft ekki með rétta „hlustunarlúkkið“ þegar fólk fer að hella úr skoðanaskálum eða frásagnarpokum yfir mig og á það til að brosa út að eyrum á meðan ég bíð eftir „pöns-línunni“ sem svo kemur aldrei !!! Frekar vandræðalegt sko þegar ég átta mig á því að það er ekki verið að segja mér brandara og ég er búin að brosa yfir allri sorgarsögunni … frekar óviðeigandi :/ Þekkiði þetta ??

Lenti í svona smá sögu í dag þegar einn skólapabbinn var að segja mér frá sumarfríinu … ógisslega fyndin saga … eða það fannst mér !!

Það sprakk sko á bílnum þegar fjölskyldan var búin að keyra í einhverja 6 tíma af 10 á leið í tjaldútilegu í næsta fylki. Þau enduðu á að hringja á dráttarbíl og láta draga bílinn á verkstæði og familíuna á hótel. Fyndið ekki satt 🙂 Þau komust á tjaldstæðið næsta dag og fengu svo mikið þrumuveður fyrstu nóttina að þau urðu að flýja á hótel… ha,ha,ha,ha hér stefndi allt í geðveikt grín 🙂 Næstu nótt var BJÖRN á vappi á tjaldsvæðinu svo þau þurftu aftur að blæða á hótelherbergi … kommon ertu ekki að kidda mig … bara pöns-línan eftir 😉 Ég var alveg að missa mig úr hlátri en það kom engin „pöns-lína“ !! Bara svekkelsi yfir óvæntum fjárútlátum og fýlu yfir að hafa ekki getað notað nýja ferðagrillið þarna 3 kvöld í röð !! Ferðalagið leið svo áfallalaust eftir þessa brösulegu byrjun og þau komust heim heilu og höldnu nokkrum dögum síðar … Aha … bara svona sorgarsaga og honum fannst þetta sko ekkert fyndið :/ Úps … og ég búin að hlæja allan tímann :/ Hann heldur örugglega að ég sé eitthvað bjöguð sko :/

Allavega 🙂 Þetta kjánamóment minnti mig sko á kjánamóment aldarinnar sem ég upplifði í heimahjúkrunarvinnunni fyrir ekki svo rosalega löngu síðan !!

Staðurinn er fundarherbergi á 2 hæð í mjóddinni. Viðstaddir eru auk mín, 12 reyndir súperhjúkrunarfræðingar, stjórnendur heimahjúkrunar og gestafyrirlesari úr nágrannasveitafélagi. Við sátum þarna öll við langt fundarborð og ég við endann næst gestafyrirlesaranum sem var reddý með power point og alles … allra augu hvíldu á gestinum sem komin var til að fræða okkur um heimahjúkrun „á landsbyggðinni“ og þar sem ég var næst frúnni og power-point tjaldinu, þá lenti ég að sjálfsögðu í sjónsviði allra sem voru að fylgjast með þessari alvarlegu, kláru og reyndu hjúkrunarkonu 🙂

„Eru allir komnir ?? Þá byrjum við bara“ … „Þetta var svo fallegur desembermorgun í vikunni fyrir jól. Það var blankalogn og það hafði snjóað lítillega um nóttina svo jólaljósin sem skreyttu garða og hús glitruðu svo fallega í nýföllnum snjónum. Ég stóð í stutta stund fyrir utan bílinn, virti fyrir mér fegurðina, dró andann djúpt og lét ferskt og frostkalt loftið fylla lungun.“

Já, þetta var opnunaratriðið … svona til að létta andrúmsloftið  (hélt ég) … ekkert verið að kynna sig með nafni, ræða um hvað framundan væri á fundinum eða vandræðast eitthvað með power point-ið og tæknilegar vangaveltur – Vá hvað þessi saga lofaði góðu 🙂

Og áfram hélt frúin 🙂 „Guðmundur og Gunna höfðu verið skjólstæðingar heimahjúkrunar í á annað ár. Guðmundur hafði greinst með illvígan sjúkdóm og þrátt fyrir stöku innlagnir á sjúkrahús síðustu mánuði þá hafði hann að mestu getað dvalið heima með góðri samvinnu fjölskyldu, félagsmálayfirvalda og heimahjúkrunar“  … okey smá svona vinnutengdar upplýsingar til að tengja við okkur 😉

„Ég hugsaði um starfið mitt, þetta gefandi lífsstarf sem ég hafði valið mér þennan fallega og friðsæla morgun í miðri jólaösinni“

Okey … back on track … þetta var nú svo væmið að það hlaut bara að vera fyndið … svo ég fór að brosa út í bæði, líta í kringum mig og brosa að þessari fyndnu sögu framan í samstarfsfólkið og yfirmennina og bíða eftir pöns-línunni … þetta var sko eitthvað 🙂

„Ég gekk að húsinu sem var tvílyft einbýlishús, byggt á 7 áratugnum. Garðurinn var vel gróinn og vandlega hirtur. Guðmundur og Gunna voru svo rík að eiga yndisleg börn og barnabörn sem höfðu séð um garðvinnuna síðustu ár og nú fyrir jólin hafði sonur þeirra hjóna sett upp marglitar jólaseríur  í stóra blágrenið sem stóð á miðri grasflötinni fyrir framan stofugluggann sem og í runnann sem lá á milli bílastæðisins og göngustígsins sem leiddi að útidyrahurðinni. Það glitti svo fallega á þessi ljós þegar ég gekk að húsinu. Það færðist friður yfir mig og ég hugsaði um raunverulegan tilgang jólanna“.

Omægod … ég var að tapa mér 🙂 Hvað næst, hvað næst 🙂 Hvað gerist þegar hún kemur að hurðinni 🙂 Ég var að springa úr spennu 🙂 Ég leit skælbrosandi yfir fundarborðið og framan í vinnufélagana sem fylgdust með sögunni í andakt 🙂 Æ nó hugsaði ég með mér … pöns línan er að koma … ég er líka að springa úr spennu eins og þið 🙂 Það voru nú allir svona frekar settlegir samt og kannski alvarlegir … en samt ekki því þeir sem ég náði augnsambandi við brostu út í annað til að svara mínu skælbrosi (sennilega bara lífeðlisfræðileg viðbrögð … bros er smitandi sko):) Ég náði líka augnsambandi við gestinn og ég man að ég hugsaði með mér að hún væri frábær sögumanneskja … hún náði að halda andlitinu alveg að pönslínunni því hún brosti ekki til baka sko 😉 Alger snilli 🙂

Nú fór að koma að lokahnykknum og ég var farin að iða í stólnum og búa mig undir magakrampahláturskast 🙂 Svona endaði sagan:

„Ég hringdi dyrabjöllunni og leit yfir hverfið sem var svo friðsælt og fallegt íklætt glitrandi jólaljósum og brakandi, nýföllnum snjó. Ljósið í ganginum var kveikt og ég sá á skuggamyndinni sem færðist nær hurðinni að Gunna var á leið til dyra. Hún var orðin fótlúin og notaði oft göngugrind innandyra og alltaf þegar hún fór útúr húsi. Hún hafði einmitt verið svo dugleg að mæta í félagsstarf aldraðra núna í haust enda var hún hagleikskona og afskaplega félagslynd“. (ég var að tapa mér … vá hvað þetta var allt fyndið) … „Gunna opnaði dyrnar varlega, augu okkar mættust og hún sagði: „Hann Guðmundur dó í nótt“ !!!

Ó nei, ó nei … ég vonaði að allir hafi bara haldið að ég væri að hnerra þegar ég missti smá hlátur út á milli tannanna þarna á síðustu sekúndunni :/Ég reyndi að hverfa ofan í fundarborðsstólinn – það gekk ekki svo ég óskaði þess frá almættinu að hann færði mér náttúruhamfarir eða hulinsskikkju … fékk ekkert nema neonrautt roðn í framan og skömm á heilann 😦 Úff … það var ferlegt að vera vinnustaðakjáninn þennan dag 😦 Og váts hvað ég fæ aldrei vinnu í þessu nágrannasveitafélagi ever … hafði greinilega sofið af mér umhyggju og nærveru tímann í hjúkrunarnáminu :/

Hárklipping ala Ágústa !!!

Ég gafst bara upp á þessum hárlubba mínum hér fyrr í kvöld og klippti hann bara af eftir að hafa horft á kennslumyndband á youtube !! Iss … þetta er ekkert mál !! Jæja … kannski er toppurinn ekki jafn báðum megin og „framing“ heppnaðist kannski ekki eins og til var ætlast !! En nó boblem … það vill til með þetta hár að það vex alltaf aftur 😉 Og sísus hvað ég bara get ekki verið með svona sítt hár … þoli það bara ekki … hvernig farið þið að, þið þarna síðhærðu hausar þarna úti ?? Hér eru dæmi um nokkur vandamál tend lubbanum sem ég hef átt við að glíma: Úti að labba … smá gola og volla – slysahætta.is … sé ekkert fyrir hármengun og svo leitar þessir lokkar í öll göt … augu, eyru, nef og munn – allt í hári – ekki nóg með að maður missi stóran hluta sjónsviðs heldur nær maður ekki andanum heldur … ætli Herdís Storegard viti af þessu ???  Og hvað er málið með tagl ?? Mér finnst það svo asnalegt þarna dinglandi aftan á hnakkanum að þykjast vera eitthvað fax … en það er það ekki því það er svo mjótt og kjánalegt eitthvað og í engu samræmi við höfuðstærðina !! Ég skil þetta ekki – hef séð svo mörg flott tögl en mitt er bara púkó og fer í flokk með töglum á karlmönnum sem bæðevei eru alltaf púkó … kommon kallar – snappa lubbann af … Fabio með hárið var kúl í gamla daga !!! En reyndar þá er ég að fá botn í þetta og opna augun fyrir raunveruleikanum … ég er bara hvorki með þykkt hár né netta höfuðstærð svo þetta er bara dæmt til að vera skrýtið 😉

Og aftur að hár vs. heilsa !! Lokahnykkurinn í minni hárklippiákvörðun var svefnleysið og hálsrígurinn !!! Já, ég er ekki að grínast með þetta – í alvöru – er engin að lenda í þessu ??? Ég hef undanfarið verið að vakna upp á nóttunni með hausinn reyrðan aftur og snúinn, því ég gat ekki hreyft grey toppstykkið óhindrað !! Lubbinn var iðulega kominn á milli kodda og herðablaða og hélt þar aftur af eðlilegri hreyfigetu höfuðsins !! Svona sítt hár er því ekki einungis áhættuþáttur fyrir hinum ýmsu slysum í frístundum og við heimilisstörf, heldur einnig fyrir álagsmeiðslum í hálsi og baki !!! Ég er með massa hálsríg vinstra megin eftir síðustu nótt svo ég lét bara vaða í dag og á því von á að sofa mun betur næstu nætur, vikur og mánuði 🙂 Pæliði í þessu vöðvabólgufólk … gæti það verið lubbinn ???

Þannig að, ég held að þetta sé bara fullreynt núna, ég ætla bara að halda mig við stuttu línuna … hún fer líka betur við undirhökuna 😉 Grey tengdó … alltaf að vona að ég sjái nú ljósið í lífinu og láti lubbann vaxa að vild :/ En, Nei, henni mun ekki verða að þeirri ósk sinni – sorrý !!

Hér er annars nýja lúkkið 🙂 Eins og sjá má er ég geðveikt ánægð með þennan topp 😉

Af mjónuverkefninu … sem hefur nú legið í dvala undanfarið … er það helst að frétta að bootcampið er búið 😦 Tímdi ekki að borga september þar sem skólinn er að byrja hjá Nikulási og morgunrútína þarf að fara að komast á hér á heimilinu sem krefst þess að múttan sé heima til að koma öllu og öllum af stað hér á morgnanna !!! Okey … mætti kalla þetta afsökun :/ En jæja … ég er búin að sækja stundaskrá í ræktina hér og stefni á áframhaldandi morgunsprikl með haustinu 🙂 Í alvöru sko … því Nikulás byrjar í skólanum núna næsta föstudag … og hvað haldiði … er ekki Írisin bara komin með leikskólapláss og byrjar núna þann 12. sept 🙂 Litla skottið :/ Hún er svo mikið mömmuklessa núna að ég er strax farin að hafa meijör áhyggjur af kveðjurstundunum á morgnanna 😦 En … mun feika það þar til við meikum það og reyna að þykja þetta ekkert mál 😉 Er að síkreta það til okkar 😉

Svo þarf ég að fara að læra :/ Vá hvað ég er EKKI að nennissu 😦 Komin með hundleið á prófum og látum 😦 En, þetta er vonandi síðasta prófið EVER sem ég fer í !!! Þetta hjúkkupróf er sko núna þann 5.okt svo ég mun bara vera að dúlla mér í að læra núna þegar krakkarnir komast í rútínu á ný 🙂 Var annars svo hryllilega róleg yfir þessu prófi því ég tók eitt æfingarpróf sem hjúkkufélagið hér gefur út … og það tókst bara svona nokkuð bærilega 🙂 En … svo kom Tatiana hin þýska frá Kazakstan til mín í vikunni og sjæse hvað hún hræddi mig 😦 Hún náði náttúrulega ekki upp í nefið á sér yfir því að ég væri ekki byrjuð að læra bara síðan í vor sko !!! Hún hélt að ég hefði verið heima að læra í allt sumar … en nei, ég var bara í sumó sko !!! Hún átti náttúrulega ekki orð yfir því heldur … þvílíka metnaðarleysið … maður getur nú ekki keypt íbúð hér með því að gera ekki neitt 😉 Ómæ … hún er svo fyndin 😉 Heyrir bara ekki í mér þegar ég segist bara svona líka ferlega sátt hér í íbúðinni okkar í elliblokkinni og að íbúðarkaup séu mjög aftarlega á „to do listanum“ 😉 Jæja … hún sagði þetta æfingarpróf bara ætlað til að kenna manni að taka próf og gefi ekki glóru um hvað spurt sé á prófinu og svo hamaðist hún á amazon.com við að finna doðranta sem ég á að vera búin að lesa fyrir prófið … sem er eftir mánuð :/ Úff … ég vona að ég sé nú ekki að fara að endurtaka leikinn sem ég tók rétt fyrir útskrift í F.B. og falla í prófi (það var þýska 30 :/) sjæse :/ Nei, ég tek þá bara hjúkkuritgerðaskrifaaðferðina á þetta og sef í fötunum á sófanum í 2-3 vikur og læri eins mikið og ég get í vöku og tek svo bara stutta lúra svona rétt til að hvíla augnlokin og leyfa slefinu að þorna í bókunum 😉

Jæja … þetta fer allt einhvernveginn 😉

 

Mynd ársins ;)

Bloggfrí að baki … bara svo mikið að gera með þessum börnum sem fara svo seint að sofa alltaf hreint !! En rútínan bíður eftir okkur í ljósabaði eftir bara nokkra daga 🙂 Nikulás byrjar í skólanum 9. sept og í dag fékk ég símtal frá leikskólanum … Írisin fær 5 daga pláss þann 12. sept 🙂

En … bara örstutt … þetta er klárlega mynd ársins á þessu heimili 😉

Tekið í rússíbananum í tívolíinu í Mall of America 🙂

Eins og sést skemmta Snædís og Brynja sér vel … bara svona temmilega sko 🙂

Ég hinsvegar var næstum því dáin úr hlátri á sama tíma og Nikulásinn var næstum því dáinn úr hræðslu … Vá hvað þetta var fyndið … Enjoy people 🙂

Litla dýrið …

Posted on

… var að sofna … Úff 🙂 Klukkan er 10 og ég ætla að fara að sofa líka fljótlega því í fyrramálið er Boot Camp og það þýðir ekkert að fara að sofa yfir sig aftur :/

Það hefur verið nóg um að vera síðstu daga síðan hann Nikulás kvaddi okkur og hélt aleinn af stað í heimsókn til afa og ömmu og frænku og frænda og vina sinna á Íslandi 🙂

Við kvöddum kappann s.s. að kveldi fimmtudags fyrir viku og hann komst klakklaust í réttar hendur á Fróni á föstudagsmorgun 🙂 Hann er svo búinn að anda að sér sveita og sjávarloftinu á Hellisandi síðstu daga en mér skilst að höfuðborgarsvæðið sé framundan eftir helgi 🙂 Ég held að guttinn hafi verið voðalega duglegur … hann hefur allavega lítinn tíma til að tala við okkur á skype-inu og er ég endalaust þakklát familíunni fyrir að passa hann fyrir okkur þessar vikur 🙂 Mússí múss fyrir það 😉

Á föstudeginum vaknaði ég eldsnemma til að tékka á flugkappanum og … fór í Boot Camp 🙂 Jeeiii 🙂 Ég fór svo á föstudeginum ásamt Írisinni og skvísunni Steinhildi í ammó til kanópíunnar Sifjar 🙂 Við eyddum deginum á ströndinni og við hjólhýsið hjá píunni og átum vel og hlógum helling 🙂 Bara gaman 🙂 Við Steinhildur brunuðum svo bara heim um kvöldið … alveg 2 tíma akstur sem ég notaði til að masa yfir Steinhildi og segja henni hve Boot Camp væri mikil snilld 🙂 Var akkúrat að segja henni hvað það er merkilegt hve svona hreyfing hefur bein áhrif á skvísufaktorinn !!! Þegar ég fer ekki í Boot Camp þá finnst mér ég bara vera með ljótuna allann daginn … en þegar ég fer í Boot Camp þá finnst mér ég vera mega pæja … svona næstum því 😉 og  Zoolanderinn á það til að mæta mér í speglinum 😉 Þannig að jú … það er klárlega ástæða til að halda áfram í Boot Campinu þó það séu mánaðarmót … enda var ég alveg ákveðin á föstudeginum sko 😉

Jæja … á Laugardag vöknuðum við Íris gasalega snemma til að fara á Íslendingahátíðina í Gimli ásamt hinni frábæru Marlene sem er leikskólakennarinn hennar Írisar 🙂 Þetta var  bara hinn fínasti dagur í hitanum 🙂 Við sáum Pizzuátkeppni og koddaslag á höfninni og ég heyrði í nokkrum Íslendingum og sá rosalega marga sem voru næstum því hvítari en ég og enn fleiri sem voru í glænýjum sandölum og sumir meira að segja í sokkunum í sandölunum 🙂 Ég elska Íslendinga 😉 Við eigruðum þarna um göturnar með Írisina í eða úr kerrunni, keyptum svo pulsu og íste, horfðum á víkingana sem eru alltaf á víkingahátíðinni í Hafnarfirði drepa mann og annan, tókum svo nokkrar myndir og héldum svo heim á leið … lengri leiðina því ég gleymdi að hlýða GPS tækinu og tók þarna smá hring á gresjunni 🙂 En það var allt í lagi því Marlene er svo skemmtileg 🙂

Gimli 2011

Við Íris vorum svo heppnar þegar við komum heim að Genta var búin að hringja og vildi endilega bjóða okkur í kvöldmat sem við þáðum með þökkum því Kosta var að vinna og búrið hér alveg tómt :/ Kvöldið endaði þó með hraðferð á slysó því Alba Lind litla skott var svo mikið að passa að Íris myndi nú ekki meiða sig á snjókúlunni sem ég gaf þeim í jólagjöf að hún danglaði henni í gólfið og plamm … gler, snjór og vatn útum allt og einn illa skorinn þumall 😦 Sem betur fer var Kosta nýkominn í hús svo hann var settur í gólfþrif og barnagæslu á meðan við Genta brunuðum á slysó og fengum saumuð tvö spor í hnátuna sem stóð sig eins og hetja … enda sko orðin 4 ára og gat þetta því alveg 🙂

Á Sunnudag vorum við Íris svo bara heima og tókum afslöppunardag eftir bílferðirnar dagana á undan 🙂 Reyndar var ég alveg með spennuna á yfirsnúning enda horfði ég á Annie Mist landa titlinum í beinni á netinu og hafði því eiginlega varla tíma til að tala við Nikulás og co þegar þau hringdu frá Hellissandi þegar síðasta keppnisgreinin var að byrja … þvílíka mamman sem maður er !!! En … ég skil núna smá hvernig fótboltapabbarnir togast á milli barna og imbans alla sunnudaga :/ Sem betur fer eru heimsleikarnir í Crossfit bara 1x á ári 😉

Á mánudag var frí og ekkert Boot Camp 😦 Ég hafði nú svona hugsað mér samt að hreyfa eitthvað skankanna í morgunskímunni … en … það var svo gott að sofa !!! Við fórum svo aðra ferð til Gimli um hádegið og tókum nú Kosta með 🙂 Við vorum smá sauðir sko … komum alltof seint og fundum svo ekki aðalsviðið svo við misstum af karlakórnum frá Egilsstöðum og ræðunni hans Steingríms Joð … en … vorum samt alveg róleg 🙂 Fórum bara í bakaríið og hittum Gentu og co og spjölluðum svo við Birgi bakara 🙂 Hann var líka svo ógurlega sætur að gefa okkur fullann poka af brauði fyrir heimferð 🙂 Frábært fyrir brauð og sætindis fíkla eins og mig 🙂 Ég lá því bara í rúnstykkjum  og rúsínubrauði það sem eftir lifði mánudags og áður en varði var komin þriðjudagur og fögur loforð um ræktarferð eða hjólatúr höfðu gufað upp með kókóstoppunum sem voru svo svo svo góðir 🙂

Á miðvikudag var svo Boot Camp … Ég svaf yfir mig 😦 Ég þori því varla en verð að viðurkenna að það var meira af ásettu ráði en óvart !!! Ég reyndi að selja mér þá hugmynd á þriðjudagskvöld að kannski væri bara best að hætta í Boot Camp og fara bara að mæta sjálf í ræktina !!! Nýr mánuður að byrja og svona og ég ekki búin að borga og komst ekki í vigtunina sem var í s.l. viku … var svosem alveg sama um þessa vigtun hvort eð er … finn alveg muninn – gat með herkjum gert kannski 4 armbeygjur á hnjánum í byrjun en get nú (eða í síðustu viku) gert 10 á tánum … með herkjum auðvitað – en samt 😉 Jú, mér fannst þetta alveg bara vera stórsniðugt, enda ódýrt og ekki svona frekt á morgunlúrinn !! Ég fagnaði þessari hugsun með tveimur Kit-Kat, afgangnum af kókóstoppunum og rúnstykki … allt fyrir svefninn :/

Það er ótrúlega magnað að fylgjast með sjálfum sér í þessu lífi … hvernig í ósköpunum get ég talið mér trú um svona vitleysu eftir nokkra tíma í Boot Camp ??? Hef náttúrulega óbilandi trú á sjálfri mér greinilega … en reynist lítið læra af mistökunum :/ Hve oft hef ég nú ætlað að massa þessi aukakíló í ræktinni eða með mataræðinnu alveg sjálf !! Það hefur skilað mér um 25 kílóum í plús síðustu ár 😦 Bömmer 😦

Það var því hressandi „reality check“ að heyra í Brynju bestu sys í gær og fá frá henni skammir og spark í rass 😦 Hún tæklaði öll mín rök með réttum og endaði svo á því að segja mér að hún sé að byrja í Cross fit eftir helgina … allt mér að kenna !! Ég skildi því sko drusslast af stað aftur 🙂 Jiminn … kærar þakkir mín kæra sys 🙂 Ég er búin að hringja í Boot Camp staðinn í dag og má mæta í fyrramálið og borga svo bara mánuðinn eftir tímann 🙂 Hjúkk … vá hvað ég er fegin 🙂 Miklu skemmtilegra og auðveldara að mæta í Boot Camp 3 x í viku og svitna eins og sveittur póstberi … heldur en að þykjast ætla að mæta í ræktina sjálf og nenniggi neinu … og hætta svo og fara í fýlu aftur í marga mánuði 😦 Nei … vona að ég sé komin aftur á beinu brautina … er hættissu væli og ætla bara að gera það sem ég þarf að gera … fara snemma að sofa og mæta þegar ég á að mæta 🙂 Ekki flókin formúla 🙂

Ég mun svo hugsa til Brynju eftir helgina þegar hún verður að drepast úr harðsperrum eftir fyrsta Cross fit tímann og neyðist kannski til að pissa standandi eins og systir sín þurfti að gera þarna fyrstu dagana eftir fyrsta Boot Camp tímann 🙂 Já, það var frekar skrítin og sársaukafull vika :/ Gúd lökk Brynja mín 😉

Jæja … hætt þessu bulli núna og farin að sofa 🙂

Heilsur yfir hafið alle húbba 🙂

Brjál um að vera sko !!

Posted on

Ég hef bara ekki gefið mér tíma í annað en fréttalestur á netinu síðustu daga 😦 Ömurlegar fréttir frá Noregi 😦 Á engin orð til að lýsa hvað þetta er hræðilegt og skortir skilning til skilja hvernig hægt er að fremja svona voðaverk 😦 Hugurinn er hjá Norsku þjóðinni 😦

Þar fyrir utan er líka bara eitthvað svo mikið að gera alltaf hreint hér í fjölmenningarsamfélaginu í Kanó !!! Vorum á ströndinni í allan dag, fórum í ammó í gær og bæjarferð, erum búin að mæta í stelpuhitting í síðustu viku, kynnast barnapíunni betur og fara í heimsóknir og skrilljón rólóferðir og svo er ég náttúrulega búin að mæta samviskusamlega í Boot Camp síðustu daga og er næstum því hætt að fá harðsperrur 😉 Ég er bara harðákveðin í að splæsa á mig öðrum mánuði í þessum hasar, er næstum því alveg farin að geta vaknað með báðum augum klukkan 5.45 á morgnanna … okey 3 morgna í viku 😉

Í þessari viku verður þó brjál um að vera í að undirbúa stóra strákinn hann Nikulás í Íslandsferð !!! Litla skottið … er að fara einn  í flugvél á fimmtudagskvöldið … Úff hvað það er smá svakalega mikið stressandi fyrir mömmuna 😦 Hvað ég verð fegin þegar hann verður komin í höfn á Fróni 🙂

Jæja … klukkan orðin 11 og Boot Camp framundan í fyrramálið – Jibbý 🙂 Svo farin í háttinn 🙂 Knús á Klakann 🙂